Ritstjóri Morgunblaðsins stýrði hröðustu ,,aðlögun" að ESB

 Frá því EES samningurinn var samþykktur hefur lögum verið breytt á ári hverju vegna samningsins. Hér er um að ræða ferli sem er einfaldlega svona:  ESB ákveður að breyta lögunum hjá sér og við samþykkjum þær breytingar á Alþingi sem varða EES samninginn án þess að hafa neitt um það að segja. 

Sem er ein af ástæðum þess að margir telja aðild að ESB muni auka sjálfstæði okkar því þá fáum við sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar.

 Í fréttinni Morgunblaðsins á forsíðu í dag segir að síðustu ár hafi lögum verið breytt mun oftar en áður en það er alls ekki rétt, eins og lesa má í þessari skýrslu um hversu oft Ísland hafi breytt lögum vegna EES samningsins - óbeint eða beint. 

Flestar beinu lagabreytingar eða 57 talsins voru innleiddar beint í íslensk lög þegar EES samningurinn var alveg nýr árin 1992 - 1994 en þá var einmitt ritstjóri Morgunblaðsins forsætisráðherra.  Hann hefur því innleitt flestar ,,aðlögunartilskipanir" að ESB en nokkur annar forsætisráðherra. Þökkum við honum fyrir það framlag sitt. 

Nú fyrir ykkur hin sem langar að forvitnast meira um ESB og sögu þess þá er þetta fróðlega myndband góð leið til að svala forvitninni. 

 

 

 



úr skýrsluúr skýrslu


mbl.is ESB-tilskipanir á færibandi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi fullyrðing ykkar um "hröðustu aðlögun að Esb." er í einni mótsögn við það, sem fram kemur í rannsókn Helga Bjarnasonar blaðamanns í Mbl. í dag, bls. 2: 50 ESB-reglur stimplaðar. Hún hefst þannig:

"Verði þær reglugerðir og tilskipanir Evrópusambandsins sem lagðar hafa verið fyrir Alþingi í vetur afgreiddar mun fjöldi slíkra mála ná tölunni 50 á rúmlega tveggja ára starfstíma ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG. Eru það nærri tvöfalt fleiri mál en afgreidd voru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru við völd og þótti sú stjórn þó ágætlega afkastamikil á þessu sviði.

„Mér hefur fundist að 75% af störfum ríkisstjórnar og Alþingis snúist beint og óbeint um aðlögun að ESB. Í vetur hafa verið mjög margar innleiðingar. Samfylkingin er ótrúlega fókuseruð á þetta,“ segir Atli Gíslason alþingismaður sem sagði sig úr þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í vetur.

Þessi tilfinning varð til þess að Atli fékk upplýsingadeild Alþingis til að taka saman upplýsingar um innleiðingar á ESB-tilskipunum og reglugerðum og EES-reglum síðustu fimm árin."

Lesið greininatil að rétta af ykkar kolranga málflutning!

Jón Valur Jensson, 30.5.2011 kl. 13:24

2 Smámynd: Já Ísland

þetta er rétt kæri Jón Valur því ,,rannsókn" blaðamannsins stenst ekki skoðun, ef þú berð saman árin (sem skýrsluhöfundar gera) þá kemur í ljós að beinar lagabreytingar vegna EES eru á valdatíma Davíðs Oddssonar á árunum 1992 - 1994.

góðar stundir.

Já Ísland, 30.5.2011 kl. 13:29

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

... og Jóns Baldvins Hannibalssonar, aðdáanda þess Delors, sem Jón kallaði föður EES, en sá sami Delors (forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins 1985-95) sagði líka í viðtali við Der Spiegel um Esb.: "Wir müßen Großmacht werden!" Hann vildi gera bandalagið að stórveldi; þannig virðist Barroso einnig hugsa, nema hvað hann talar um heimsveldi (empire).

En svar ykkar um rannsókn blaðamannsins er bæði óskýrt og rangt.

Meðal þeirra, sem gagnrýnt hafa aðlögunarhamagang núverandi ríkisstjórnar er einn ráðherrann þar, Jón Bjarnason.

Skoðið nú, hvernig hann kom út í skoðanakönnun síðasta sólarhrings á vef Útvarps Sögu, og berið saman við útkomu Esb.ráðherrans ykkar, Össurar Skarphéðinssonar, HÉR! En þar var spurt: Hvaða ráðherra treystir þú best? (510 svöruðu). Hvað segir niðurstaðan ykkur um trúverðugleik þeirra -- og Jóhönnu, sem fekk aðeins 7,38% atkvæða? (Það tekur því varla að tala um hlut Steingríms; hann er t.d. ekki hálfdrættingur á við Guðbjart Hannesson, en hífir sig aðeins yfir hálfan hlut Katrínar Júlíusdóttur.)

Já, það er rétt, tveir ráðherrar eru með meira en helming atkvæðanna, Ögmundur Jónasson með 14,97% og Jón Bjarnason með 39,48%!

Össur, þekktasti vinur Brusselmanna á Íslandi, fær einungis 1,95%!

Jón Valur Jensson, 30.5.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband