Hvað nú? Áhrif fjármálaóstöðugleikans í Evrópu á aðildarviðræður að ESB?

Gylfi Zoëga

 jona_solveig2.jpg

 

 

 

 

 

 

Það er vondur siður að stinga höfðinu ofan í sandinn þegar erfið mál blasa við -og sem betur fer er það ekki siður í Brussel. En nú er unnið hörðum höndum hjá Evrópusambandinu að finna leiðir til að tryggja áframhaldandi stöðugleika í álfunni í kjölfar fjármálaerfileika í heiminum.  

En hvaða áhrif hafa þessar hræringar á aðildarumsókn Íslands? hvernig stendur evran í samanburði við íslensku krónuna?, hvernig gengur leiðtogum aðildaríkjanna að takast á við ástandinu?, hverjar eru hugsanlega breytingar sem gætu orðið á Evrópusambandinu í kjölfarið? - þessum spurningum og fleiri verður svarað á þessum áhugaverða fundi á vegum Já Ísland í næstu viku: 

 p0124910006.jpg

Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands ræðir áhrif fjármálaóstöðugleikans í Evrópu á hagsmuni Íslands og á aðildaviðræður okkar við ESB.

Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræðir áhrif á stjórnmálasamstarf ríkjanna innan ESB í tengslum við breyttar aðstæður.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 18. ágúst í fundasal Já Íslands í Skipholti 50a, 2 hæð og hefst kl 20.


Góður tími verður fyrir fyrirspurnir og almenna umræðu fundamanna.

Allir eru velkomnir á fundinn!

 

Viðburður á Facebook


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband