Færsluflokkur: Kjaramál
Hvaaað ertu að kaupa, kona???
20.6.2011 | 12:54
Það getur verið ansi strembið að vera alltaf alveg vissum að það sem maður verslar sé akkúrat það besta sem hægt er að fá - eða einmitt það sem maður ætlaði að kaupa.
Merkingar á matvörum eru ekki alltaf nákvæmar eins og margítrekaðar innkallanir á vörum upp á síðkasti bera merki um. Það getur verið erfitt að bera saman tilboð á milli söluaðila og stundum er nánast ómögulegt fyrir venjulega manneskju að skilja innihaldslýsingar á vörum. E - 18, E 2948 osfv.
Húsnæðisverð, vextir, verðtrygging, transfitusýrur, öryggi leikfanga og allt það sem varðar neytendamál er umræðuefni á kvennafundi á þriðjudagskvöldið næsta (21. júní) en þar ætlar Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins að fjalla um hvernig Evrópusambandið kemur að því að tryggja rétt neytenda á margvíslegan hátt - og hvernig það hefur og hvernig það gæti haft áhrif á okkar daglega líf.
Ef þig langar að fræðast meira endilega komdu á fundinn hjá okkur - allar konur eru velkomnar.
Örræður ætla að flytja:
Margrét Örnólfsdóttir, tónlistarmaður
Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri
Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur og varaborgarfulltrúi
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, stjórnmálafræðingur
Hér má sjá meira um fundinn á Facebook.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)