Fögnum saman upphafi aðildaviðræðna í kvöld

karlinn2-995x1024Í dag hefjast aðildaviðræður Íslands við Evrópusambandið formlega og af því tilefni ætla Evrópusinnar að fagna saman í kvöld.

Fögnuðurinn hefst kl 20.30 á B5 sem er á Bankastræti 5 í Reykjavík - og munu Mið- Ísland bræðurnir Bergur Ebbi og Dóri DNA segja örfá orð.  Sérstakt tilboð verður svo á barnum. 

Hlökkum til að sjá alla Evrópusinna.


mbl.is Aðildarviðræður hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikill er ræfildómur þess fólks sem í dag treystir sér ekki til að búa í sjálfstæðu landi með opin og virk samskipti við allar þjóðir heims.

Verða ekki sungin ættjarðarljóð?

Árni Gunnarsson, 27.6.2011 kl. 14:34

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með Árna Gunnarssyni.

Gerið ykkur grein fyrir því, að Ísland yrði svipt æðsta löggjafarvaldi með inntöku í ESB -- afsal þess gerist með undirskrift "aðildarsamnings".

Jón Sigurðsson taldi að í því væri "mikill óréttur falinn" ef við Ísendingar ættum að fá 1/25 þingmanna á löggjafarsamkundu Dana, sem færi með bæði þeira mál og okkar, því að "vér getum ekki staðizt við að hafa ekki meira en 25. part atkvæða í vorum eiginmálum," sagði hann (sjá hér: Jón forseti og fullveldið).

En þið ESB-sinnar, a.m.k. þeir sem ganga ekki um með lokuð augu, stefnið að því að gera ráðherraráð ESB að langtum æðra löggjafarvaldi yfir okkur en Alþingi og sættið ykkur við það hlutskipti okkar að fá einungis 1/1666 atkvæðavægis í því volduga ráðherraráði! Það sama ráðherraráð mundi t.d. geta skóflað út sinni eigin "reglu um hlutfallslegan stöðugleika" fiskveiða!

Er einhver þarna sem er vakandi? (þetta vísar ekki aðeins til þeirra sem lesa þetta á næturþeli!).

Jón Valur Jensson, 28.6.2011 kl. 03:20

3 Smámynd: Vendetta

Hefur Jón Valur verið útilokaður á þessari síðu?

Vendetta, 4.7.2011 kl. 22:16

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Árni Gunnarsson, Ísland verður hvergi og eins mikið sjálfstætt og þegar það er komið í ESB.

Þar sem styrkur fylgir fjöldanum sem er í ESB. Ísland eitt og yfirgefið er bara uppskrift af lélegum lífsgæðum og fátækt almennings á Íslandi.

Það er skömm að ykkur þröngsýnu einangrunarsinnum. Skömm ykkar verður meiri þegar frá líða stundir og afleiðingar þess sem þið segið kemur í ljós.

Jón Frímann Jónsson, 4.7.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband