Krónulaust Ísland eftir 5 ár
21.2.2012 | 10:29
Opinn fundur um afnám krónunnar.
- Leiðin að upptöku evrunnar
Vilhjálmur Þorsteinsson, frumkvöðull og fjárfestir
- Hvað kostar krónan íslensk heimili
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ
Umræður og fyrirspurnir.
Fundastjóri: Margrét Arnardóttir, verkfræðingur
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn næsta, þann 23. febrúar kl 20.00 - 21.30, að Skipholti 50 A, 2. hæð.
Allir velkomnir.
Já Ísland
Athugasemdir
Já Ísland NEI ESB.
Ragnar Gunnlaugsson, 21.2.2012 kl. 10:58
Komið þið sælir; Já Íslands síðuhafar - og aðrir gestir, ykkar !
Væri ykkur ekki nær; að spyrja, hvað það kosti íslenzkt samfélag, að halda uppi fuglum; eins og Vilhjálmi Þorsteinssyni - Ólafi Darra Andrasyni, og öðrum viðlíka, snápum.
Krónan; stjórnar sér ekkert sjálf - það eru fíflin í stjórnsýslunni, sem hafa afvegaleitt heilbrigða meðferð á henni, gegnum tíðina.
Er þetta; nokkuð torskilið, Háskóla gengnu betur vitringar ?
Með kveðjum þó; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 13:06
Velkominn til EU!
Kaldir skólar og enginn salernispappír
Mikil reiði greip um sig í Valencia eftir að lögregla gekk í skrokk á námsmönnum Reuters
Fjölmargir íbúar í spænsku borginni Valencia tóku þátt í mótmælum í kvöld eftir að lögregla beitti námsmenn harðræði í gær er þeir mótmæltu niðurskurði til skóla. Meðal annars er hætt að kynda upp skólastofur og salernispappír er af skornum skammti.
Gríðarleg reiði er meðal borgarbúa eftir að óeirðarlögregla beitti kylfum á námsmenn sem mótmæltu í borginni í gær. Voru námsmennirnir dregnir á hárinu af vettvangi og gekk lögregla harkalega í skrokk á mótmælendum.
Tóku um eitt þúsund nemendur og foreldrar þátt í mótmælafundi við Lluis Vives menntaskólann í kvöld en skólinn er einn þeirra sem hefur orðið einna verst úti í niðurskurðinum.
Örn Ægir Reynisson, 22.2.2012 kl. 00:00
Komið þið sælir; á ný !
Örn Ægir !
Fróðlegt verður; að lesa andsvör Evrópusambands fótaþurrku liðsins íslenzka; Benedikts Jóhannessonar (Zoega), og annarra kompána, við þessarri ógnþrungnu frásögu þinni, ágæti drengur.
Ætli; fari ekki að renna tvær grímur, á þetta lið, þegar frændur mínir, austan úr Asíu, fara að taka yfir Evrópu skagann, að verðskulduðu - í hinum mestu rólegheitum, Örn Ægir ?
Við munum jú; verðskulduð örlög Vestur- Rómverska ríkisins, Sumarið 476, svo sem.
Með; ekkert síðri kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.