Öryggið á oddinum - með aðstoð ESB

Það er gott hjá Jóa Fel að innkalla súkkulaðið sitt eins og kemur fram á fréttinni hér neðar, hann mun án efa gæta sín í framtíðinni að hafa vörurnar sínar rétt merktar svo þeir sem eru með ofnæmi geti óhræddir gætt sér á öllu því dásamlega sem úr bakaríunum hans kemur.  

Þegar við förum út í búð og kaupum okkur í matinn eða verslum t.d. leikföng fyrir börnin okkar viljum við vera alveg viss um að framleiðendur þurfi að fara eftir vissum reglum sem tryggja öryggi okkar.  Sem betur fer er það svo - því með samningi okkar við Evrópusambandið er stór hluti þeirra vara sem hingað koma og sem við framleiðum skylt að fara í gegnum gæðaferli vegna sameiginlegar reglna Evrópusambandsins.

Sem dæmi eiga leikföng sem seld eru innan EES að hafa farið í gegnum öryggistékk samkvæmt stífum reglum Evrópusambandsins.   Þegar svo hræðileg atvik verða eins og kólígerlufaraldurinn sem nú geysar er svo feikna gott að aðildaríkin hafi vettvang til að taka höndum saman við að vinna bug á vandanum. Í dag funda allir landbúnaðarráðherrar sambandsins til að finna leiðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.  Það er öllum íbúum Evrópu í hag. 

Hér er gott myndband um neytendavernd í Evrópusambandinu 

 

 


 


mbl.is Súkkulaði frá Jóa Fel innkallað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband