Aðildasinnum fjölgar og nei-sinnum fækkar!
16.6.2011 | 18:54
Í nýrri könnun kemur fram að þeir sem ætla að segja já við aðild eru nú 42,7% en voru í fyrri könnun 38.9%. Þeir sem nú gefa sig upp sem andsnúna aðild eru nú 57,3% en voru í febrúar á þessu ári 61,1%.
Formlegar samningaviðræður milli ESB og Íslands hefjast í lok mánaðarins og því ljóst að enn fleiri Íslendingar munu taka þátt í umræðunni um ESB og mögulega aðild á næstunni. Við hjá Já Ísland hlökkum til að taka þátt í þeirri um ræðu og eru fullviss um að fleiri munu koma í hóp jákvæðra á næstunni.
Gleðilegan þjóðhátíðardag!
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/16/57_3_prosent_segjast_andvig_esb_adild/
http://www.si.is/media/althjodlegt-samstarf/Evropukonnun-feb2011.pdf
57,3% segjast andvíg ESB aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eflum sjálfstæði okkar
7.6.2011 | 14:34
Í dag talar enginn gegn því að vera í EES ekki einu sinni andstæðingar ESB aðildar - samt sem áður tökum við upp stóran hluta löggjafar ESB sem er samin alfarið í Brussel, án þess að við eigum þátt í því að semja þau lög! Þetta gera sér ekki allir grein fyrir og svona til að toppa þetta þá var það Davíð Oddsson sem innleiddi flestar ESB tilskipanir vegna EES samningsins í tíð sinni sem forsætisráðherra. Hann er sannkallaður aðlögunarkóngur!
Eins og Baldur Þórhallsson benti á, á alþingi í dag er EES samningurinn mun ólýðræðislegri en hefðbundinn aðildarsamningur að ESB. Og með því að ganga í ESB þá aukum við sjálfstæði okkar með því að taka þátt í því að semja lögin sem við þurfum að lúta með hinum 27 löndunum. Þannig tryggjum við sjálfstæði okkar með því að fá sæti við borðið þar sem fulltrúar landanna 27 (þar af 21 smáríki) komast að sameiginlegum ákvörðunum.
Hér er fullt fullt af skemmtilegum viðtölum við fólk frá öllum landshornum sem segja afhverju þau trúa á að aðild muni vera okkar þjóð til gagns.
Nýtum ekki tækifærin innan EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Öryggið á oddinum - með aðstoð ESB
7.6.2011 | 10:50
Það er gott hjá Jóa Fel að innkalla súkkulaðið sitt eins og kemur fram á fréttinni hér neðar, hann mun án efa gæta sín í framtíðinni að hafa vörurnar sínar rétt merktar svo þeir sem eru með ofnæmi geti óhræddir gætt sér á öllu því dásamlega sem úr bakaríunum hans kemur.
Þegar við förum út í búð og kaupum okkur í matinn eða verslum t.d. leikföng fyrir börnin okkar viljum við vera alveg viss um að framleiðendur þurfi að fara eftir vissum reglum sem tryggja öryggi okkar. Sem betur fer er það svo - því með samningi okkar við Evrópusambandið er stór hluti þeirra vara sem hingað koma og sem við framleiðum skylt að fara í gegnum gæðaferli vegna sameiginlegar reglna Evrópusambandsins.
Sem dæmi eiga leikföng sem seld eru innan EES að hafa farið í gegnum öryggistékk samkvæmt stífum reglum Evrópusambandsins. Þegar svo hræðileg atvik verða eins og kólígerlufaraldurinn sem nú geysar er svo feikna gott að aðildaríkin hafi vettvang til að taka höndum saman við að vinna bug á vandanum. Í dag funda allir landbúnaðarráðherrar sambandsins til að finna leiðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Það er öllum íbúum Evrópu í hag.
Hér er gott myndband um neytendavernd í Evrópusambandinu
Súkkulaði frá Jóa Fel innkallað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tryggjum sjálfstæði okkar
31.5.2011 | 11:00
Það er gott að Morgunblaðið hefur áttað sig á því út á hvað EES samningurinn gengur, því í gær virtist blaðið koma alveg á fjöllum þegar það sló því upp á forsíðu að ESB tilskipanir væru hér gerðar að lögum á færibandi, án þess að Íslendingar hefðu nokkuð um þau mál að segja. Það er nefnilega nokkuð rétt og enda viljum við breyta því.
Blaðið gleymdi líka að segja frá því að á valdatíma sjálfs ritstjórans, Davíðs Oddssonar -voru afköstin mest á ,,færibandinu" því þá voru flest lög frá ESB samþykkt óbreytt á Alþingi Íslendinga - undir hans stjórn og með hans samþykki!
En hverjar eru brotalamirnar í þessu kerfi?
Það eru nefnilega fáir sem efast um að EES samningurinn hafi verið góður, andstæðingar aðildar að ESB og aðildarsinnar eru flestir sammála um að Ísland hafi hagnast af EES samningnum. Ekkert heyrist t.d. í andstæðingum á þingi um að við eigum að fara úr EES, sem er skrítið því sami hópur hefur gífurlegar áhyggjur af því að við missum sjálfstæði ef við verðum fullgildir meðlimir?!. Sem er álíka sérkennilegt og að halda því fram að Þýskaland, Malta og Pólland séu ekki sjálfstæð ríki - því þau eru í ESB?!
En jæja.
Munurinn á því að vera í EES eða hálfgildur meðlimur að ESB eins og við erum nú, og því að vera fullgildur aðili að ESB -er að með fullri aðild höfum við eitthvað um lögin að segja sem sett eru í ESB! Nú ,,þiggjum" við lögin frá Brussel án þess að vera hluti af þeim sem semja lögin.
Það er því afar mikilvægt fyrir Ísland að ganga í ESB og fá sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar - og auka þannig sjálfstæði sitt.
- svo eru ótal kostir fyrir heimilin í landinu að ganga í ESB.
hér eru umfjöllunu um friðinn sem ESB tryggði eftir seinni heimsstyjöldina og fleiri góðar ástæður fyrir að okkar smáríki taki þátt í bandalagi með 21 öðrum smáríkjum og sex stærri.
Íslandi ber skylda til að innleiða ESB-gerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ritstjóri Morgunblaðsins stýrði hröðustu ,,aðlögun" að ESB
30.5.2011 | 13:06
Frá því EES samningurinn var samþykktur hefur lögum verið breytt á ári hverju vegna samningsins. Hér er um að ræða ferli sem er einfaldlega svona: ESB ákveður að breyta lögunum hjá sér og við samþykkjum þær breytingar á Alþingi sem varða EES samninginn án þess að hafa neitt um það að segja.
Sem er ein af ástæðum þess að margir telja aðild að ESB muni auka sjálfstæði okkar því þá fáum við sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar.
Í fréttinni Morgunblaðsins á forsíðu í dag segir að síðustu ár hafi lögum verið breytt mun oftar en áður en það er alls ekki rétt, eins og lesa má í þessari skýrslu um hversu oft Ísland hafi breytt lögum vegna EES samningsins - óbeint eða beint.
Flestar beinu lagabreytingar eða 57 talsins voru innleiddar beint í íslensk lög þegar EES samningurinn var alveg nýr árin 1992 - 1994 en þá var einmitt ritstjóri Morgunblaðsins forsætisráðherra. Hann hefur því innleitt flestar ,,aðlögunartilskipanir" að ESB en nokkur annar forsætisráðherra. Þökkum við honum fyrir það framlag sitt.
Nú fyrir ykkur hin sem langar að forvitnast meira um ESB og sögu þess þá er þetta fróðlega myndband góð leið til að svala forvitninni.
ESB-tilskipanir á færibandi á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
77% svissneskra kjósenda vilja sjá nánari efnahagssamvinnu við ESB
25.5.2011 | 21:09
það segir sitt - en svo er alltaf umdeilanlegt að spyrja fólk hvort það vilji ganga í ESB áður en samningur liggur fyrir!
Það er hins vegar skemmtilegt að segja frá því að ríflega 80% íra eru stuðningsmenn evrunnar og 77% íra telja aðilda þeirra að ESB hafa verið bætt hag þeirra. Það hefði mátt koma fram í viðtali sem tekið var við nei-sinnann og hagfræðiprófessorinn í Speglinum í gær, þriðjudag.
(tölurnar eru úr Eurobarometer)
Fáir Svisslendingar vilja í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Evrópusambandið tryggir rétt flugfarþega
23.5.2011 | 13:57
Loftrýmið opnist í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enda Norðurlandaþjóðirnar alsælar í ESB
18.5.2011 | 13:53
Það er ekki úrlausu lofi gripið að Króatir vilja ljúka aðildarviðræðum sem allra fyrst - þeir telja töf geta haft bæði skaðleg áhrif á þá efnahagslega og pólítískt.
Það er líka gaman að segja frá því að þær Norðurlandaþjóðir sem nú eru í ESB eru alsælar með árangurinn og telja 76% Dana það hafa bætt hag Danmerkur að vera innan ESB. Sama sinnis eru 54% Finna og 52% Svía. (sjá hér)
Króatar vilja flýta ESB-ferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bergur Ebbi: ,,við eigum að vera hrædd"
18.5.2011 | 10:29
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)