Samtök Iðnaðarins: ,,Hagfelldur aðildarsamningur kann að vera fyrirtækjum og heimilum til mikilla hagsbóta."
19.8.2011 | 12:31
Í gærkvöld samþykkti Iðnþing æðsta vald Samtaka Iðnaðarins ályktun þar sem ítrekuð er afstaða samtakanna að klára eigi aðildasamningana. Einnig að þeir telji að góður samningur geti skilað miklum hagsbótum fyrir bæði fyrirtæki og heimili landsins.
Orri Hauksson framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins segir aðspurður í Fréttablaðinu í dag ályktunina ekki koma sem viðbragð vegna ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins heldur sé eingöngu verið að ítreka afstöðu Samtakanna. En formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í síðustu viku að hann teldi að draga ætti aðildarumsókn Íslands að ESB til baka.
Ályktunin í heild sinni:
Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Samtök iðnaðarins telja mikilvægt að umsóknarferlinu sé haldið áfram af fullum heilindum og í náinni samvinnu við atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila.
Iðnþing er æðsta vald Samtaka iðnaðarins og hefur undanfarin ár ályktað um Evrópumál. Síðast var lögð áhersla á að ljúka viðræðum og leggja áherslu víðtæka hagsmuni heildarinnar. Hagfelldur aðildarsamningur kann að vera fyrirtækjum og heimilum til mikilla hagsbóta.
Samtök iðnaðarins telja engar líkur til að samningur, þar sem veigamiklum hagsmunum verður fórnað, verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af þessum sökum er mikilvægt að ljúka ferlinu með það að markmiði að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með sem hagstæðustum samningum til langs tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enga kökubasara á Íslandi - en í fínu lagi í ESB!
19.8.2011 | 12:10
Við hjá Já Ísland elskum kleinur og kruðerí. Þess vegna erum við rasandi yfir því að einhverjum tókst að koma þeirri sögu á kreik að Evrópusambandið bannaði heimabakstur sem ætlaður er til sölu á klassískum kökubasar eða þess háttar.
Hið rétta er að það eru íslenska ríkið sem bannar sölu á heimabakstri meira segja þegar bara um er að ræða sölubasar til styrktar ungmennafélaginu eða skólaferðalagi. Um þetta má lesa á vefsíðunni okkar Já Ísland.
Við vonum auðvitað að þessu verði breytt því fátt jafnast á við góða kleinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað nú? Áhrif fjármálaóstöðugleikans í Evrópu á aðildarviðræður að ESB?
11.8.2011 | 10:52
Það er vondur siður að stinga höfðinu ofan í sandinn þegar erfið mál blasa við -og sem betur fer er það ekki siður í Brussel. En nú er unnið hörðum höndum hjá Evrópusambandinu að finna leiðir til að tryggja áframhaldandi stöðugleika í álfunni í kjölfar fjármálaerfileika í heiminum.
En hvaða áhrif hafa þessar hræringar á aðildarumsókn Íslands? hvernig stendur evran í samanburði við íslensku krónuna?, hvernig gengur leiðtogum aðildaríkjanna að takast á við ástandinu?, hverjar eru hugsanlega breytingar sem gætu orðið á Evrópusambandinu í kjölfarið? - þessum spurningum og fleiri verður svarað á þessum áhugaverða fundi á vegum Já Ísland í næstu viku:
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands ræðir áhrif fjármálaóstöðugleikans í Evrópu á hagsmuni Íslands og á aðildaviðræður okkar við ESB.
Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræðir áhrif á stjórnmálasamstarf ríkjanna innan ESB í tengslum við breyttar aðstæður.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 18. ágúst í fundasal Já Íslands í Skipholti 50a, 2 hæð og hefst kl 20.
Góður tími verður fyrir fyrirspurnir og almenna umræðu fundamanna.
Allir eru velkomnir á fundinn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
150 milljarðar evra í menntamál
6.7.2011 | 10:36
.. það skiptir gífurlega miklu máli að hlúa vel að skólum landsins og það er hægt að gera með margvíslegum hætti. Flestir kennarar á Íslandi hafa verið þátttakendur í Evrópusku samstarfsverkefni eða þekkja vel til þannig verkefnis innan síns skóla. En nýverið skrifaði Ágúst Hjörtur Ingþórsson grein um hvernig samstarfið sem við höfum haft aðild að, í gegnum EES hefur skilað gífurlegum fjármunum í formi verkefna og styrkja til íslenskra nemenda og kennara. Nú hefur verið samið um þennan hluta í aðildarviðræðunum og loksins geta Íslendingar fengið sæti við borðið sem ákveður hvert þessir styrkir fara - og þá líka haft áhrif á í hvernig verkefni þeir fara.
Ágúst bendir á í greininni að Íslendingar hafi fengið 10 milljarða umfram það sem þeir hafa lagt í sjóðinn - enda hafa mörg frábær verkefni verið styrkt hér á landi með þessum hætti, allt frá gerð fræðslutölvuleikja fyrir börn upp í bangsaskiptinema sem fara á milli leikskóla og kynna börnin fyrir mismunandi menningu ríkjanna.
Mælum eindregið með greininni sem lesa má hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fullt út að dyrum á fögnuði Evrópusinna
4.7.2011 | 13:04
Bubbi: ,,Krónan er mesti bölvaldur Íslandssögunnar - punktur"
29.6.2011 | 15:06
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Áskorun - stöndum saman
28.6.2011 | 09:07
Við viljum að aðildarsamningur tryggi meðal annars eftirfarandi:
Íslendingar fái aðgang að öllum stofnunum ESB og verði fullgildir þátttakendur við allar ákvarðanir
Íslendingar geti tekið upp evru sem allra fyrst
Neytendur fái notið lægra verðs matvæla með afnámi tolla
Neytendur hafi frelsi til að kaupa vörur og þjónustu án hindrana eða aukagjalda frá öllum ríkjum ESB, t.d. með netverslun
Efnahagslegur ávinningur Íslendinga af auðlindum hafsins verði áfram tryggður
Verndunarsjónarmiða verði gætt þannig að náttúruauðlindir Íslands nýtist framtíðarkynslóðum Íslendinga
Íslendingar haldi fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum sínum
Markviss stuðningur við dreifðar byggðir verði tryggður
Íslendingar hafi frelsi til að styðja landbúnað
Íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB
Ísland verði ávallt herlaus þjóð og Íslendingar þurfi aldrei að gegna herskyldu
Samninganefnd Íslands gengur nú til eiginlegra samningaviðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu
í samræmi við ákvörðun Alþingis. Við óskum henni alls hins besta í erfiðu verkefni og hvetjum alla landsmenn til þess að standa þétt að baki henni og veita henni stuðning og aðhald til þess að hún nái sem bestum árangri.
Það er sameiginlegur hagur okkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fögnum saman upphafi aðildaviðræðna í kvöld
27.6.2011 | 12:02
Í dag hefjast aðildaviðræður Íslands við Evrópusambandið formlega og af því tilefni ætla Evrópusinnar að fagna saman í kvöld.
Fögnuðurinn hefst kl 20.30 á B5 sem er á Bankastræti 5 í Reykjavík - og munu Mið- Ísland bræðurnir Bergur Ebbi og Dóri DNA segja örfá orð. Sérstakt tilboð verður svo á barnum.
Hlökkum til að sjá alla Evrópusinna.
Aðildarviðræður hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað í ósköpunum hefur Evrópusambandið gert fyrir íbúa ESB?
23.6.2011 | 22:32
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvaaað ertu að kaupa, kona???
20.6.2011 | 12:54
Það getur verið ansi strembið að vera alltaf alveg vissum að það sem maður verslar sé akkúrat það besta sem hægt er að fá - eða einmitt það sem maður ætlaði að kaupa.
Merkingar á matvörum eru ekki alltaf nákvæmar eins og margítrekaðar innkallanir á vörum upp á síðkasti bera merki um. Það getur verið erfitt að bera saman tilboð á milli söluaðila og stundum er nánast ómögulegt fyrir venjulega manneskju að skilja innihaldslýsingar á vörum. E - 18, E 2948 osfv.
Húsnæðisverð, vextir, verðtrygging, transfitusýrur, öryggi leikfanga og allt það sem varðar neytendamál er umræðuefni á kvennafundi á þriðjudagskvöldið næsta (21. júní) en þar ætlar Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins að fjalla um hvernig Evrópusambandið kemur að því að tryggja rétt neytenda á margvíslegan hátt - og hvernig það hefur og hvernig það gæti haft áhrif á okkar daglega líf.
Ef þig langar að fræðast meira endilega komdu á fundinn hjá okkur - allar konur eru velkomnar.
Örræður ætla að flytja:
Margrét Örnólfsdóttir, tónlistarmaður
Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri
Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur og varaborgarfulltrúi
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, stjórnmálafræðingur
Hér má sjá meira um fundinn á Facebook.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)