Áskorun - stöndum saman
28.6.2011 | 09:07
Við viljum að aðildarsamningur tryggi meðal annars eftirfarandi:
Íslendingar fái aðgang að öllum stofnunum ESB og verði fullgildir þátttakendur við allar ákvarðanir
Íslendingar geti tekið upp evru sem allra fyrst
Neytendur fái notið lægra verðs matvæla með afnámi tolla
Neytendur hafi frelsi til að kaupa vörur og þjónustu án hindrana eða aukagjalda frá öllum ríkjum ESB, t.d. með netverslun
Efnahagslegur ávinningur Íslendinga af auðlindum hafsins verði áfram tryggður
Verndunarsjónarmiða verði gætt þannig að náttúruauðlindir Íslands nýtist framtíðarkynslóðum Íslendinga
Íslendingar haldi fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum sínum
Markviss stuðningur við dreifðar byggðir verði tryggður
Íslendingar hafi frelsi til að styðja landbúnað
Íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB
Ísland verði ávallt herlaus þjóð og Íslendingar þurfi aldrei að gegna herskyldu
Samninganefnd Íslands gengur nú til eiginlegra samningaviðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu
í samræmi við ákvörðun Alþingis. Við óskum henni alls hins besta í erfiðu verkefni og hvetjum alla landsmenn til þess að standa þétt að baki henni og veita henni stuðning og aðhald til þess að hún nái sem bestum árangri.
Það er sameiginlegur hagur okkar allra
Athugasemdir
Þetta verða síðustu orð mí á þessa ólýðræðislegu vefsíðu ykkar. Ég hef áður reynt að birta hér mínar skoðanir en þær hafa af einskærri lýðræðisást aldrei fengist birtar !
Sama á við um síðu "Evrópusamtakana" þar sem ég þó oft áður tók þátt í rökræðum og ritdeilum ár var mér úthýst fyrir nokkrum másnuðum fyrir að kalla einhverja stuðningsaðila ESB trúboðsina á Íslandi ESB aftaníossa. Hafði ekkert með hommaskap að gera og er orðatiltæki sem oftlega hefur verið notað úr ræðustól Alþingis og af fjölda stjórnmálamanna, blasðamanna og rithöfunda í svipuðum tilgangi. Aldrei í þeim tilgangi að meiða samkynhneigða.
En semsagt þið leyfið aðeins einstefnu en ekki rökræður á ykkar miðlum sem þó njóta ríflegs fjárstuðnings þessa allt um vefjandi Stórríkjabandalags sem þið viljið binda trúss okkar þjóðar við.
HVAÐA HEIMILDIR HAFIÐ ÞIÐ TIL ÞESS !
EKKI FRÁ MÉR OG EKKI FRÁ MIKLUM MEIRIHLUTA ÞJÓÐARINNAR !
Verið þið sælir sjálfumglöðu FÍFL ykkar orrusta stendur núna en stríðið ykkar er GJÖRTAPAÐ!
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 21:36
Já, nú fyrst fáum við að sjá það á pappír: 1)" Neytendur hér fá að sjá lægra verð á marvælum vegna þess að við verðum að afnema tolla". Frábær rök. Þekkir einhver hér inni mann sem heitir Steingrímur J.? Daginn eftir afnám tolla segir hann: Til að tryggja tekjutap ríkisins hækkum við staðgreiðsluskattinn ! Annars þurfum við ekki að ganga í ESB til að lækka tolla, getum gert það einhliða fyrir hádegið á morgun. 2) "Efnahagslegur ávinningur Íslandeinga af auðlindum hafsins verði áfram tryggður". Skilur einhver hér þessa setningu ? Jú hún þýðir að ríkissjóðir Spánar og Portúgals senda ríkissjóði hér pening sem kemur í stað tekjutaps ríkissjóðs af lægri sköttum ísl. útgerðafyrirtækja þegar þau leggja sínum togurum og senda ísl. sjómenn heim á atvinnuleysisbætur. = er =, enginn tapar ?!?. Er þetta sá frábæri samningur sem við fáum að kíkja á í kassanum, eins og Össur sagði okkur og fáum svo ekki að kjósa um endanlega. Og svo briliant: Íslenska verði eitt af málum ESB. Veit einhver hvað þetta kostar? Veit einhver hér hver borgar ? Svörin eru amk. 5 milljarða á ári og við borgum sjálf, enginn annar. Fastagjöld ríkissjóðs hækka um milljarða og ástarparið í stjórninni verður farið út og þarf aldrei að takast á við erfiðleikanna vegna vitleysu þeirra. Það gera bara börn okkar.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 22:54
Fádæma glópabjartsýni birtist í ýmsum þessara "samningsmarkmiða" ykkar. Skoðum það.
"Íslendingar fái aðgang að öllum stofnunum ESB og verði fullgildir þátttakendur við allar ákvarðanir" -- þetta merkir m.a. að við fáum einn ráðherra í 28 ráðherra ráðherraráði ESB, sem hefur fjárlög ESB á sinni könnu, ýmsar stórar ákvarðanir OG LAGASETNINGU engu síður en ESB-þingi í Strassborg og Brussel. En hver verður þessi "fullgilda þátttaka" okkar "við allar ákvarðanir" ráðherraráðsins? NÁNAST EINSKIS NÝT. Ráðherra okkar Einn hinna 28) fengi einungis 0,06% atkvæðavægi í ráðherraráðinu (frá 2014), þ.e. 1/1666 atkvæðavægis! Við fengjum t.d. 273 sinnum minna en þýzki ráðherrann á sama fundi og 205 sinnum minna en sá brezki !!! Spænski ráðherrann fengi þar 153 sinnum meira atkvæðavægi en sá íslenzki til að fjalla um forsjá og afnot íslenzkra fiskimiða! Nánar hér: Á Fréttablaðið að komast upp með að þegja í þágu ESB um meginstaðreynd um valdaleysi Íslands í ráðherraráðinu?
"Íslendingar geti tekið upp evru sem allra fyrst" -- en evran virðist eiga sér harla ótrygga framtíð: Í nýrri frétt frá Þýzkalandi í gær segir t.d.: "Einungis 19% Þjóðverja bera traust til evrunnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine. Á hinn bóginn hafa 71% annað hvort efasemdir um evruna, bera ekkert traust til hennar eða telja hana ekki eiga framtíð samkvæmt niðurstöðunum."
"Efnahagslegur ávinningur Íslendinga af auðlindum hafsins verði áfram tryggður". -- Takið eftir, lesendur: Jámenn þessir krefjast EKKI óskoraðra yfirráða Íslendinga yfir sjávarauðlindunum! Þetta eru ekki verjendur Íslands.
"Neytendur fái notið lægra verðs matvæla með afnámi tolla -- Neytendur hafi frelsi til að kaupa vörur og þjónustu án hindrana ..." -- Þarna er verið að leggja út beitu fyrir þjóðina, en ESB-innlimun fellir ekki niður flutningsgjöld matvæla og minnkar ekki kostnað kaupmanna vegna smás markaðar hér. Um flest njótum við nú þegar tollaleysis eða lágra tolla gagnvart ESB. Þessi leið myndi hins vegar verða árás á íslenzkan landbúnað og gera jafnvel þær greinar, sem eftir stæðu, óhagkvæmari (t.d. vegna erfiðari reksturs sláturhúsa í kjölfar þess að nautgripa- og svínakjöts-innflutningur myndi þurrka út okkar eigin ræktun á þeim sviðum og þar með fækka verkefnum sláturhúsa og gera þau arðbærari).
"Verndunarsjónarmiða verði gætt þannig að náttúruauðlindir Íslands nýtist framtíðarkynslóðum Íslendinga." -- Þetta er óljóst; ESB-sinnarnir gætu t.d. fullyrt síðar, að þær auðlindir nýtist okkur óbeint, þótt rafstrengir verði lagðir út til meginlandsins og rafmagnið keypt á lágu verði sem ESB-ráðamenn gætu ákveðið, þegar orkustefna ESB verður kominn virkilega á koppinn.
"Íslendingar haldi fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum sínum." -- Þetta er álíka glópabjartsýni. ESB fengi æðsta og ráðandi löggjafarvald yfir okkur, og við sjálf yrðum algert peð við þær ákvarðanir.
"Markviss stuðningur við dreifðar byggðir verði tryggður." -- Ekki af hálfu ESB, ef við verðum þar yfir meðaltekjum: þá fáum við enga umtalsverða styrki þaðan til frádráttar frá aðildarskattinum.
"Ísland verði ávallt herlaus þjóð og Íslendingar þurfi aldrei að gegna herskyldu." -- Þið ættuð að kynna ykkur varnar- og öryggisstefnu ESB skv. nýbirtri ísl. þýðingu Lissabonsáttmálans! ... og taka svo trukkinn úr bjartsýnisgírnum.
Jón Valur Jensson, 29.6.2011 kl. 01:51
Hver kom á þessari borgarastyrjöld??' Hver e meiningin að taka sjálfstæða þjóð sem er út í ballarhafi og sameina hana við þjóðir af allt öðru meiði. Hver er tilgangurinn. ??? sérstaklega í ljósi þess að engin vill það nema háværir erfingjar komma. Þetta var reynt hér áður á tímum STALÍNS.
Valdimar Samúelsson, 29.6.2011 kl. 06:58
• Íslendingar fái aðgang að öllum stofnunum ESB og verði fullgildir þátttakendur við allar ákvarðanir. Auðvita fá íslendingar aðgang að öllum stofnunum ESB ef þeir ganga inn.
• Íslendingar geti tekið upp evru sem allra fyrst. Auðvita geta íslendinar tekið upp evru en við verðum að borga helmingi meira fyrir skiftin. S.s. kr 300 fyrir eina evru.
• Neytendur fái notið lægra verðs matvæla með afnámi tolla. Auðvita getum við í dag án ESB tekið tolla að ef við viljum.
• Neytendur hafi frelsi til að kaupa vörur og þjónustu án hindrana eða aukagjalda frá öllum ríkjum ESB, t.d. með netverslun. Auðvita getum við í dag keypt vörur á hindranna frá öllum löndum heims án aðkomu ESB en ekki eftir að við göngum inn.
• Efnahagslegur ávinningur Íslendinga af auðlindum hafsins verði áfram tryggður. Nei það verður aldrei hægt. Það eru það margar ESB þjóðir sem bíða eftir að komast ínn á okkar mið.
• Verndunarsjónarmiða verði gætt þannig að náttúruauðlindir Íslands nýtist framtíðarkynslóðum Íslendinga. Þær gætu og gera nýttst okkur í dag án ESB.
• Íslendingar haldi fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum sínum. Auðvita munum við hafa full yfirráð en gleymum ekki peningurinn ræður og fjármálastofnair ESB munu ráða eins og í dag en ekki við.
• Markviss stuðningur við dreifðar byggðir verði tryggður. Við sjálf höfum alltaf stutt byggðir landsins síðustu 1000 árin. Við þurfum ekki ESB til að segja okkur það.
• Íslendingar hafi frelsi til að styðja landbúnað. Við höfum frelsi til þess að styðja landbúnaðinn í dag. ESB eða ekki ESB.
• Íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB. Í dag erum við með okkar tungumál því þurfum við viðurkenningu á að það verði opinbert ESB mál.
• Ísland verði ávallt herlaus þjóð og Íslendingar þurfi aldrei að gegna herskyldu. Við höfum ávalt verið herlaust til hvers að ganga í ESB til að vera herlaus þjóð ???.
Valdimar Samúelsson, 29.6.2011 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.