Fullt út að dyrum á fögnuði Evrópusinna
4.7.2011 | 13:04
Mánudaginn 27. júní hófust aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið formlega. Já Ísland efndi til fögnuðar á B5 og var vægast sagt góð mæting því fullt var út að dyrum þrátt fyrir að nú séu flestir byrjaðir í sumarfríi. Mið Ísland bræðurnir Dóri DNA og Bergur Ebbi slóu rækilega í gegn og stóð fjörið fram langt fram á kvöld. Hér eru örfáar myndir frá kvöldinu.
Athugasemdir
Hvar er hægt að fá svona blöðrur?
Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2011 kl. 15:09
Íslandssinnar eða Evrópusambandssinnar?
(Munið: ESB nær aðeins yfir 42,5% af Evrópu.)
Lýðveldissinnar eða stórveldissinnar?
Fullveldissinnar eða löggjafarvalds-afsalssinnar?
Mitt er að spyrja, ykkar að svara!
Jón Valur Jensson, 4.7.2011 kl. 20:26
JÁ ÍSLAND hlýtur að þýða JÁ VIÐ FULLVELDI ÍSLANDS.
Elle_, 5.7.2011 kl. 01:20
Og hvað er EVRÓPU-SINNI? Fjöldi landa stendur utan Evrópusambandsins og vill ekki þangað inn.
Elle_, 5.7.2011 kl. 01:22
Jón Valur: Innan við 20% Íslendinga eru raunverulega Evrópubúar. Í Rússlandi er þetta hlutfall miklu hærra. Hvenær ætli Rússar sæki um aðild að ESB?
Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.