Enga kökubasara á Íslandi - en í fínu lagi í ESB!
19.8.2011 | 12:10
Við hjá Já Ísland elskum kleinur og kruðerí. Þess vegna erum við rasandi yfir því að einhverjum tókst að koma þeirri sögu á kreik að Evrópusambandið bannaði heimabakstur sem ætlaður er til sölu á klassískum kökubasar eða þess háttar.
Hið rétta er að það eru íslenska ríkið sem bannar sölu á heimabakstri meira segja þegar bara um er að ræða sölubasar til styrktar ungmennafélaginu eða skólaferðalagi. Um þetta má lesa á vefsíðunni okkar Já Ísland.
Við vonum auðvitað að þessu verði breytt því fátt jafnast á við góða kleinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.