Páll Stefánsson ritstjóri Iceland Review var viðstaddur glæsilega sjálfstæðisafmælishátíð Eista fyrr í mánuðinum í Tallinn. Í grein í Fréttablaðinu í dag lýsir hann samtölum sínum við Eista á hátíðinni um sjálfstæði þeirra og hvernig það færi saman við veru þeirra í ESB. En eins og allir vita hafa andstæðingar ESB hér á landi lýst því yfir að ef við myndum ganga inn í ESB myndum við missa sjálfstæði okkar?!
Reynsla Eista er allt önnur en spádómar andstæðinga hér á landi boða. Eins og kemur skýrt fram í grein Páls :
Og fullveldið, sjálfstæðið er þeim ALLT. Þess vegna skildu þeir ekki spurningu mína um hvort vera þeirra í Evrópusambandinu skerði ekki þeirra nýfundna frelsi.
Nei, veran í Evrópusambandinu er trygging fyrir því að við erum þjóð meðal þjóða. Það er hlustað á okkur, og við erum hluti af ákvarðanatöku og regluverki þjóða Evrópu.
Það eru bara rúmir sjö mánuðir síðan þeir tóku upp evru. Sem hefur strax skilað sér í 18% aukningu á erlendum fjárfestingum í landinu.
Nú erum við loksins með alvöru gjaldmiðil, sem býr til festu fyrir heimilin, ríkið og fyrirtækin í landinu.
Greinin í heild sinni á Visir.is
Athugasemdir
Það verður aldrei hægt að bera okkur saman. Land sem ,,nýlega,, fékk sjálfstæði,eftir kúgun kommunisman,s.,er með landamæri að ESB. löndum á allar hliðar,á ekki auðlindir. Ísland þarf ekki Esb. til að tigna okkur,sem þjóð meðal þjóða,við erum það nú þegar. Gætum snúið okkur í vestur,þar sem frelsi og fullveldis er ekki krafist.
Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2011 kl. 13:06
Þar sem auðsótt yrði að fá t.d. kanadiskan dollar.
Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2011 kl. 13:09
Hef ekki séð grein Páls, en þekki býsna marga Eistlendinga, bæði sem búa þar og hér í Kanada. Því sem næst allir sem ég þekki greiddu atkvæði með inngöngu Eistlands í “Sambandið” (þeir sem búa hér í Kanada greiddu flestir atkvæði, enda með tvöfaldan ríkisborgararétt).
En þeirra ástæða er alltaf sú sama, Rússland. “Þjóð á meðal þjóða” rímar meira við það orðfæri sem ég hef heyrt “hinar talandi stéttir” nota.
En Eistlendingar eiga marga ágætis stjórnmálamenn og sumir þeirra tala hreinskilnislega við þjóð sína, sbr. orð fjármálaráðherrans Jurgens Ligi síðastliðin áramót við upptöku eurosins, “Estonia is too small to allow itself the luxury of full independence”.
En ég hygg að drjúgur meirihluti Eistlendinga styðji aðild landsins að “Sambandinu” og euroið njóti velvilja þeirra sömuleiðis, þó að vissulega hafi ýmsum þarlendum brugðið nokkuð við að eiga að fara að styðja Grikki fjárhagslega, sem og við atvinnuleysi yfir 15%, þrátt fyrir verulegar launalækkanir, hrun í fasteignaverði o.s.frv.
En þeir eru enn dauðhræddir við Rússana (og sagan bakkar þá hræðslu þeirra upp), ef til vill ekki að ástæðulausu og vilja leyta sér skjóls í stærri einingu.
P.S. Það er ekki alls kostar rétt að tala um að Eistland hafi orðið sjálfstætt fyrir 20 árum, heldur endurheimtu þeir sjálfstæði sitt eftir u.þ.b. 50 ára hersetu Sovétríkjanna. Þjóðhátíðardagur þeirra er 24. febrúar, en þann dag 1918 lýstu þeir yfir sjálfstæði sínu, eftir stríð við hin sömu Sovétríki.
P.S.S. Tveir hlekkir sem vísa til þess sem um er talað að ofan http://www.globalenvision.org/2011/05/31/tallinn-meets-eurozone
http://www.bloomberg.com/news/2010-12-31/estonia-joins-euro-club-as-currency-expands-east-into-former-soviet-union.html
G. Tómas Gunnarsson, 24.8.2011 kl. 15:28
Eistar fagna 20ára afmæli flóttans úr Rússneska Gúlaginu. Eistum verða því miður alltaf ógnað af Rúsnesku nágrönum sínu og kjósa því Evrópusambands fangelsi heldur en Rúsneskt svona eins og Eistneskir brotamenn á Íslandi berjast fyrir því , með kjafti og klóm, að fá að afplána í Íslenskum fangelsum heldur en Eistneskum. Í stuttu máli þá kjósa Eistar efrópusambandið fyrst og fremst vegna eigin öryggishagsmuna. Að bera saman Ísland og Eistland er eins og að bera saman fjávarútveg Íslands og Sviss.
Sænskir Eurókratar hafna upptöku Evru næstu áratugina á sama tíma og kjánar upp á Íslandi óska eftir hraðferð inn í brennandi hús sambandsins. Össur lítur út eins og sölumaður fasteigna fyrir framan brennandi hús og hefur uppi stór orð um hve húsið sé stöðugt, byggt á traustum grunni og sé kjarakaup.
"Talsmaður sænska Jafnaðarmannaflokksins í efnahagsmálum segir í viðtali í dag, að hann útiloki að Svíar taki þátt í evrusamstarfinu á meðan hann lifir."
Að ganga inn í Evrópusambandið núna er eins og að taka þátt í Rúsneskri rúlletu með öll hólf hlaðin.
Eggert Sigurbergsson, 24.8.2011 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.