Ellefu ,,landráðsmenn" í reykfylltu bakherbergi
20.10.2011 | 16:31
Félag Ungra Evrópusinna hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:
Síðastliðið þriðjudagskvöld hittust ellefu ungir landráðsmenn í reykfylltu bakherbergi í Skipholti. Lögðu þau þar fram ný drög að afnámi sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar, því það er eindreginn vilji þessara föðurlandssvikara að Ísland skipi sér senn í flokk ósjálfstæðra og ófullvalda ríkja á borð við Danmörku, Svíþjóð, Þýskaland, Bretland og Frakkland, auk annarra aðildarríkja Evrópusambandsins.
Hópurinn hefur það reyndar einnig að markmiði að tryggja íslenskum þegnum aukið frelsi í ferðalögum, viðskiptum og verslun, sem og stuðla að lægra vöruverði, ódýrari skólagjöldum erlendis og bjartri framtíðarsýn í samvinnu við nágrannaríki Íslands í gegnum aðild Íslands að ESB.
Félagið heitir Ungir Evrópusinnar og er nýkjörinn formaður Dagbjört Hákonardóttir. Aðrir í stjórn eru:
Varaformaður: Freyja Steingrímsdóttir
Ritstjóri: Elís Rúnarsson
Gjaldkeri: Örvar Rafnsson
Ritari: Stefán Rafn Sigurbjörnsson
Meðstjórnandi: Auður Geirsdóttir
Meðstjórnandi: Bjarni Þór Pétursson
Meðstjórnandi: Brynhildur Bolladóttir
Meðstjórnandi: Guðrún Sóley Gestsdóttir
Meðstjórnandi: Hörður Unnsteinsson
Meðstjórnandi: Natan Kolbeinsson
Athugasemdir
Vantar nýjan ráðsmann fyrir Ísland? Ætla ungmennin 11 að bjóðast til að leysa Jóhönnu af?
"Landráð" er fleirtöluorð.
Ef ungmennin vilja grínast með brot gegn föðurlandinu ætti einhver fullorðinn að líta til með þeim.
Það er frekar pínlegt að sjá litla sæta brandarann þeirra koðna niður í kjánalegri málfræðivillu.
Haraldur Hansson, 20.10.2011 kl. 17:14
Æ, hvað þetta var nú skemmtilegt hjá þeim. Jafnvel svolítið fyndið þótt með öðrum formerkjum sé en þau ætla greyin litlu.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2011 kl. 17:24
Má nefna snöru í hengds manns húsi?
Lesið nú orð föður Evrópusambandsins, Jacques Delors, í nýbirtri grein Haraldar!
Delors "gefur stjórnendum ESB falleinkunn, segir þá skorta bæði ráð og framtak. Þeir ráða ekki við verkefnið. Hann vill bjarga ríkjum undan evrunni og segir Evruland standa á hengiflugi.
Delores vill að samningum sé breytt þannig að ríki geti komist út úr myntsamstarfinu, losað sig við evruna og tekið aftur upp alvöru gjaldmiðil ..."
Nánar hjá Haraldi Hanssyni!
Jón Valur Jensson, 20.10.2011 kl. 17:34
Oft ratast kjöftugum satt orð í munn, þetta ER nefnilega LANDSRÁÐ, og þarf ekkert að brandarast með það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2011 kl. 17:52
Landráð ætlaði ég að segja, þetta S kom einhversstaðar frá sennilega reykfylltu herbergi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2011 kl. 17:52
Gutuð þið alveg gerað þetta sjálf?
Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2011 kl. 19:51
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2011 kl. 22:20
Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2011 kl. 00:52
þið eruð skemmtileg - góða helgi!
Já Ísland, 21.10.2011 kl. 15:49
Góða helgi, óráðsmenn.
Jón Valur Jensson, 21.10.2011 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.